Í dag var opinberaður landsliðshópur Íslands fyrir síðustu leikina í Þjóðadeildarriðlinum. Báðir leikirnir eru útivellir. Ísland mætir Svartfjallalandi laugardaginn 16. nóvember og mun svo leika gegn Wales þriðjudaginn 19. nóvember.
Age Hareide landsliðsþjálfari mun hitta fjölmiðla á föstudaginn og svara spurningum um hópinn en í samtali við miðla KSÍ tjáði hann sig um komandi verkefni.
Age Hareide landsliðsþjálfari mun hitta fjölmiðla á föstudaginn og svara spurningum um hópinn en í samtali við miðla KSÍ tjáði hann sig um komandi verkefni.
„Þetta eru tveir hörkuleikir sem eru framundan og við þurfum að undirbúa okkur vel," segir Hareide.
Ísland er í þriðja sæti í riðlinum og ef það verður niðurstaðan mun liðið fara í umspil um að halda sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar. Hareide vonast hinsvegar til þess að geta hreppt annað sætið sem gefur umspil um að fara upp í A-deildina.
„Til að byrja með leggjum við alla áhersluna á að ná góðum úrslitum á móti Svartfjallalandi, sem gæti sett okkur í þá stöðu að vera að spila úrslitaleik við Wales um 2. sætið, sem myndi gefa okkur umspilsleiki um að komast upp um deild," segir Hareide.
„En það veltur auðvitað líka á úrslitunum í leik Tyrklands og Wales, þannig að leikurinn við Svartfjallaland hefur algjöran forgang."
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tyrkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 8 - 3 | +5 | 10 |
2. Wales | 4 | 2 | 2 | 0 | 5 - 3 | +2 | 8 |
3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 7 - 9 | -2 | 4 |
4. Svartfjallaland | 4 | 0 | 0 | 4 | 1 - 6 | -5 | 0 |
Athugasemdir