Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   fös 11. desember 2020 10:49
Magnús Már Einarsson
Ekki búið að ræða við Rúnar Kristins um stöðu landsliðsþjálfara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segist ekki hafa fengið símtal frá KSÍ varðandi starf landsliðsþjálfara hjá Íslandi.

Rúnar er einn þeim sem hafa verið orðaðir við starfið að undanförnu en þjálfarastaðan er laus eftir að Erik Hamren hætti.

Arnar Þór Viðarsson. þjálfari U21 landsliðs Íslands, viðurkenndi að hann hefði átt í viðræðum við KSÍ í gær en sagði að nokkrir aðrir væru einnig inn í myndinni. Rúnar hefur hins vegar ekki fengið boð ennþá.

Aðspurður hvort að hann myndi hafa áhuga á starfinu sagði Rúnar:„Maður segir aldrei nei við einu né neinu og það má skoða alla hluti. Það má skoða það eins og annað."

„Ég vil sem minnst spá í svona hlutum þegar það er ekki búið að ræða við mann. Maður er ekkert að eyða of miklum tíma í að spá og spekúlera,"
sagði Rúnar en hann er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, sagði sömu sögu við Fótbolta.net fyrr í vikunni en hann hefur ekki fengið símtal frá KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner