Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 11. desember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hættir ekki fyrr en þúsund marka múrinn er rofinn
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Portúgalski leikmaðurinn Cristiano Ronaldo mun ekki hætta í fótbolta fyrr en hann hefur rofið þúsund marka múrinn en þetta segir Mikael Silvestre, fyrrum liðsfélagi hans hjá Manchester United, í viðtali við Boyle Sports.

Ronaldo er kominn með 916 mörk í öllum keppnum, með félagsliði og landsliði.

Hann verður fertugur í febrúar á næsta ári og er ekki farinn að hugsa um það að leggja skóna á hilluna.

Portúgalinn hefur nokkrum sinnum verið spurður út í það markmið að skora þúsund mörk, en hann hefur hingað til verið mjög hógvær með það og segist ekkert vera að spá í því.

Silvestre, sem spilaði með Ronaldo hjá United frá 2003 til 2008, segir að Ronaldo muni ekki hætta fyrr en hann hefur skorað þúsundasta markið.

„Cristiano Ronaldo mun komast í þúsund mörk og það verður ótrúlegt afrek. Fyrir leikmann sem hóf feril sinn sem vængmaður og hefur skorað fleiri mörk en Pele er framúrskarandi árangur. Ég trúi því að hann eigi eftir að skora þúsund mörk því þegar hann ætlar sér eitthvað þá gerir hann það.“

„Hann er að spila hverja einustu mínútu í sádi-arabísku deildinni og skorar bæði úr vítum og úr opnu spili. Hann er einn af bestu leikmönnunum og ég frammistöðu hans ekki fara niður á við. Ég held að hann mun spila vel fram yfir fertugt og mun brjóta þúsund marka múrinn. Það verður stórkostlegt afrek,“
sagði Silvestre.
Athugasemdir
banner