William Gallas, fyrrum varnarmaður Arsenal og Chelsea, hefur hvatt Manchester United til að kaupa miðvörðinn Marc Guehi frá Crystal Palace.
Guehi hefur verið mikið orðaður við Newcastle en Gallas telur að hann myndi henta Man Utd mjög vel.
Guehi hefur verið mikið orðaður við Newcastle en Gallas telur að hann myndi henta Man Utd mjög vel.
„Marc Guehi á klárlega að vera á lista Manchester United fyrir langtímamöguleika í vörninni," sagði Gallas.
„Hann fór næstum því til Newcastle en hann hefur látið ljós sitt skína með Crystal Palace og enska landsliðinu."
„Ég hef verið heillaður af frammistöðu hans og ég tel að hann myndi henta vel í leikstíl Rúben Amorim. Hann myndi passa vel hjá United."
Athugasemdir