Alþjóðafótboltasambandið, FIFA, hefur staðfest hvar næstu tvö heimsmeistaramót karla verða haldin.
Mótið 2030 verður haldið í þremur löndum - Spáni, Portúgal og Marokkó - á meðan HM 2034 verður haldið í Sádi-Arabíu.
Mótið 2030 verður haldið í þremur löndum - Spáni, Portúgal og Marokkó - á meðan HM 2034 verður haldið í Sádi-Arabíu.
Þrír leikir á mótinu 2030 verða líka spilaðir í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ til að halda upp á að 100 ár verða liðin frá fyrsta mótinu. Það mót var haldið í Úrúgvæ og voru það heimamenn sem báru sigur úr býtum eftir úrslitaleik við Argentínu.
Það þykir umdeilt að Sádi-Arabía fái að halda HM vegna mannréttindabrota í landinu.
Næsta mót, 2026, verður haldið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.
Athugasemdir