Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. janúar 2020 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola um Liverpool: Gleymið þeim
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, sagði í viðtali eftir 6-1 sigurinn á Aston Villa að það væri hægt að gleyma því að ná Liverpool og gaf nokkuð örugglega í skyn að titilbaráttan væri búin.

„Við vorum að njóta þess að spila og við spiluðum vel. Við áttum margar stuttar sendingar og allir tóku þátt, jafnvel vörnin, þannig að við gátum stjórnað leiknum betur," sagði Guardiola.

„Við færðum boltann hratt á milli og fundum svæði til að hækka tempóið. Við skoruðumm örg mörk en það mikiævgasta er hvernig við spiluðum og við vorum frábærir í því."

Sergio Aguero bætti markamet Thierry Henry en Aguero er nú með 177 mörk og er markahæsti erlendi leikmaðurinn frá upphafi í úrvalsdeildinni.

„Við óskuðum honum til hamingju inn í klefanum. Hann er goðsögn eins og Thierry Henry, þannig það er notaleg vita til þess að Sergio hafi slegið metið. Það er stöðugleikinn hjá Aguero og hann hefur verið að gera þetta í langan tíma."

„Þegar einhver skorar mörk þá er gaman að vera partur af því og við vorum núna með honum og það er frábært fyrir okkur alla,"
sagði hann ennfremur.

City er núna fjórtán stigum á eftir Liverpool sem á þó leik til góða en Guardiola sagði í viðtali að það væri hægt að gleyma þessari titilbaráttu.

„Við hefðum viljað berjast við þá um titilinn en það eru margar ástæður fyrir því af hverju við gátum það ekki. Gleymið þeim," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner