Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. janúar 2023 16:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagný sendir kveðju á Flaherty: Ein sú besta er að stíga frá leiknum
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt fyrr í dag að Gilly Flaherty, sú leikjahæsta í sögu úrvalsdeildar kvenna á Englandi, væri að leggja skóna á hilluna.

Hún hættir af fjölskylduástæðum. „Ég missti föður minn fyrir jól og hjarta mitt er í molum. Í 22 ár var hann mér við hlið í fótboltanum og ég vil ekki halda áfram að spila án hans. Það er rétt fyrir mig að hætta núna og verja meiri tíma með fjölskyldu minni," sagði hún.

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona, tók við fyrirliðabandinu af Flaherty er hún fór frá West Ham til Liverpool síðasta sumar. Hún skrifaði falleg orð til síns fyrrum liðsfélaga á samfélagsmiðlum í dag.

„Ein sú besta er að stíga frá leiknum," skrifaði Dagný um Flaherty.

„Besti liðsfélagi og fyrirliði sem þú getur óskað þér. Ég er svo þakklát að leiðir okkar lágu saman og að ég hafi fengið að spila með þér. Þú ert mögnuð manneskja og sannur vinur."

„Til hamingju með framúrskarandi fótboltaferil. Þú mátt vera stolt af sjálfri þér og því sem þú hefur gert fyrir kvennafótbolta."

Flaherty spilaði alls 177 leiki í ensku úrvalsdeildinni og er sú leikjahæsta í sögu deildarinnar. Húnn vann deildina fjórum sinnum, FA-bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina einu sinni.


Athugasemdir
banner
banner