Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   fim 12. janúar 2023 12:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enskur markvarðaþjálfari með íslenska landsliðinu í Portúgal
Jamie Brassington.
Jamie Brassington.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið hefur síðustu daga verið í æfingaferð í Portúgal. Liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Eistlandi um síðustu helgi og mætir svo Svíþjóð klukkan 18:00 í kvöld.

Enski markvarðarþjálfarinn Jamie Brassington er hluti af þjálfarateymi Íslands í þessu verkefni. Hann hefur séð um þjálfun markvarða liðsins í Portúgal.

Halldór Björnsson, sem hefur verið markvarðarþjálfari liðsins í þjálfaratíð Arnars Þórs Viðarssonar, er fjarri góðu gamni að þessu sinni og stökk Brassington inn í staðinn fyrir hann.

Brassington hefur unnið gott starf hjá Þrótti undanfarin ár. Hann þjálfaði markverði í akademíum Burton Albion og Colchester á Englandi áður en hann kom til Þróttar árið 2017. Hann hefur síðan þá starfað í Laugardalnum og lítur á Ísland sem annað heimili sitt. Árið 2021 hóf hann svo störf hjá KSÍ - samhliða Þrótti - við þjálfun markvarða í yngri landsliðum.

„Ég hef unnið með yngri landsliðunum í aðeins meira en ár og hef aðstoðað við æfingar og leiki. Þetta tækifæri kom upp og ég svaraði auðvitað játandi því það er alltaf heiður sem fylgir því að vinna fyrir KSÍ og vera fulltrúi fyrir Ísland, sem er mitt annað heimili," segir Brassington við Fótbolta.net.

„Ísland, KSÍ, félagsliðið mitt og allir leikmennirnir sem ég hef unnið með - þau hafa látið mér líða vel og veitt mér frábær tækifæri. Ég mun alltaf reyna að hjálpa ef ég fæ tækifæri til þess."

Líkt og áður segir þá spilar Ísland vináttulandsleik við Svíþjóð í kvöld. Markverðirnir í íslenska hópnum eru Frederik Schram, Hákon Rafn Valdimarsson og Patrik Sigurður Gunnarsson.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner