Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 12. janúar 2024 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Halli Björns og Helgi Jónas í teymið hjá Blikum (Staðfest)
Haraldur Björnsson.
Haraldur Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur tilkynnt um það að tveir nýir meðlimir hafi bæst við starfsteymi meistarflokks karla.

Eins og Fótbolti.net sagði fyrst frá á dögunum þá er Haraldur Björnsson kominn til félagsins og verður markvarðarþjálfari.

Haraldur er nýorðinn 35 ára gamall og hefur hann verið á mála hjá Stjörnunni undanfarin sjö tímabil, en hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Hann fór í aðgerð fyrir síðasta tímabil en náði sér ekki af meiðslum og fór í aðra aðgerð eftir að tímabilinu 2023 lauk.

Haraldur tekur við sem markmannsþjálfari af Valdimar Valdimarssyni sem var markmannsþjálfari meistaraflokks karla tímabilið 2023.

Eftir því sem Fótbolti.net kemst næst, þá eru hanskarnir ekki alveg komnir upp á hillu hjá Haraldi en hann það er þó alveg ljóst að hann er ekki að koma sem leikmaður til Breiðabliks.

Helgi Jónas Guðfinnsson tekur þá við sem styrktarþjálfari meistaraflokks. Helgi Jónas er fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og fyrrum Íslandsmeistari. Hann hefur einnig þjálfað lið Grindavíkur og Keflavíkur í körfubolta en hann hefur að undanförnu verið í þjálfarateymi Kjartans Atla Kjartanssonar hjá Álftanesi. Núna kemur hann inn í fótboltann.


Athugasemdir
banner
banner
banner