Altay Bayindir var hetja Man Utd þegar liðið vann Arsenal eftir vítaspyrnukeppni í þriðju umferð enska bikarsins í kvöld.
Hann varði vítaspyrnu frá Martin Ödegaard í venjulegum leiktíma og þá lagði hann grunninn að sigrinum með því að verja vítaspyrnu frá Kai Havertz í vítaspyrnukeppninni.
Bayindir gekk til liðs við Man Utd frá Fenerbahce sumarið 2023 en hefur fengið ansi fá tækifæri síðan þá. Ruben Amorim hrósaði honum í hástert eftir leikinn í kvöld.
„Hann leggur hart að sér og lífið er með fallega hluti. Fyrir nokkrum vikum vorum við að þjást í gegnum erfiða tíma og nú er hann eins og hetja fyrir okkur," sagði Amorim.
„Allir leikmennirnir í þessu liði fá tækifæri og eru heppnir því þeir eru að spila fyrir Man Utd. Það skiptir ekki máli hvort þú spilir einn leik eða níutíu leiki, það er alltaf gaman að spila fyrir þetta félag."
On facing Ruud van Nistelrooy's Leicester in the next round: "I talked with him before I came. I'm looking forward to speak with him. He's a class guy but we need to win. Maybe we'll be divided because he loves this club but we need to win."