Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 12. febrúar 2024 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gallagher var orðinn dauðþreyttur - „Stórkostleg tilfinning"
Mynd: EPA

Chelsea vann sterkan endurkomusigur á Crystal Palace á Selhurst Park í kvöld þar sem Conor Gallagher fyrrum leikmaður Palace var í aðalhlutverki.


Palace komst yfir í fyrri hálfleik þegar Jefferson Lerma skoraði glæsilegt mark. Chelsea gekk afar illa að skapa sér færi í fyrri hálfleik en Gallgher sem var á láni hjá Crystal Palace á síðustu leiktíð jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks.

Hann bætti öðru markinu við í uppbótatíma áður en Enzo Fernandez innsiglaði sigurinn.

Gallagher ræddi við Sky Sports eftir leikinn.

„Þetta var torsóttur sigur. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en við urðum að vinna saman og klára dæmið. Við erum í skýjunum með þessi þrjú stig," sagði Gallagher.

„Pochettino sagði okkur að halda í trúna og að við þurftum að vera betri og fljótari á boltanum. Við urðum að halda áfram og það hjálpaði að skora snemma."

„Stjórinn gaf okkur meira tækifæri til að búa til fleiri færi, það var vel gert hjá honum og það hjálpaði okkur að spila betur í seinni hálfleik. Þegar við skoruðum snemma vissum við að við þurftum að vinna en það var farið að líða á leikinn. Ég var farinn að fá krampa í kálfann en skoraði svo. Það var stórkostleg tilfinning," sagði Gallagher að lokum.


Athugasemdir
banner
banner