Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
banner
   mið 12. febrúar 2025 13:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áfengi verður með öllu bannað á HM 2034
HM 2034 verður í Sádi-Arabíu.
HM 2034 verður í Sádi-Arabíu.
Mynd: Getty Images
Aðdáendur sem ætla að ferðast til Sádi-Arabíu á HM 2034 munu ekki geta keypt áfengi þar. Þetta staðfestir sendiherra landsins í Bretlandi við The Times.

Það fólk sem fór til Katar á HM 2022 gat ekki keypt áfengi á leikvöngum en það var hægt á ákveðnum svæðum. Það verður ekki þannig í Sádi-Arabíu.

Það eru strangar reglur í Sádi-Arabíu og er áfengi bannað. Refsing fyrir sölu og neyslu áfengis í landinu fangelsisdómur, hýðing og brottvísun úr landi.

Það var tilkynnt fyrir stuttu að HM 2034 muni að mestu fara fram í Sádi-Arabíu.

Það þykir umdeilt að Sádi-Arabía fái að halda HM vegna mannréttindabrota í landinu.
Athugasemdir
banner
banner