Davíð Ingvarsson kom aftur til Breiðabliks í félagaskiptaglugganum síðasta sumar eftir að hafa verið í hálft ár hjá Kolding í Danmörku. Hlutirnir gengu ekki alveg upp í Danmörku en hann kom frábærlega inn í lið Breiðabliks og hjálpaði liðinu að vinna Íslandsmeistaratitilinn.
Davíð lék á vinstri kantinum eins og hann hafði gert í Sambandsdeildinni haustið 2023. Hann var duglegur að finna samherja sína og tengdi vel við funheitan Ísak Snæ Þorvaldsson og skoraði auk þess tvö mörk sjálfur.
Eftir að Davíð kom inn í lið Breiðabliks tók liðið þrjú stig úr öllum leikjum nema tveimur töpuðu ekki leik í deildinni eftir heimkomuna en jafnteflin voru gegn Stjörnunni úti og heima gegn Val, 32 stig fengin af 36 mögulegum. Einu tapleikirnir voru í forkeppni Sambandsdeildarinnar gegn Drita.
Fótbolti.net ræddi við eldri bróðir Davíðs, Einar Karl, í dag.
Davíð lék á vinstri kantinum eins og hann hafði gert í Sambandsdeildinni haustið 2023. Hann var duglegur að finna samherja sína og tengdi vel við funheitan Ísak Snæ Þorvaldsson og skoraði auk þess tvö mörk sjálfur.
Eftir að Davíð kom inn í lið Breiðabliks tók liðið þrjú stig úr öllum leikjum nema tveimur töpuðu ekki leik í deildinni eftir heimkomuna en jafnteflin voru gegn Stjörnunni úti og heima gegn Val, 32 stig fengin af 36 mögulegum. Einu tapleikirnir voru í forkeppni Sambandsdeildarinnar gegn Drita.
Fótbolti.net ræddi við eldri bróðir Davíðs, Einar Karl, í dag.
„Það var frábært að sjá hann koma svona öflugur inn, töpuðu ekki í deildinni eftir að hann kom inn. Hann þekkti auðvitað vel inn á kúltúrinn þarna og í raun ekkert mál fyrir hann að koma inn aftur. Það var geggjað að sjá sjálfstraustið í honum," segir Einar Karl.
„Maður hefði alveg viljað sjá einhvern áhuga á honum erlendis eftir tímabilið, hann var það góður en það er bara eins og það er. Hann er mjög ánægður þar sem hann er og ef eitthvað kemur upp þá yrði það örugglega bara skoðað."
Fullkominn vængbakvörður
Hvort er hann betri bakvörður eða kantmaður?
„Núna held ég að hann sé orðinn betri kantmaður, mér finnst hann einhvern veginn fullkominn vængbakvörður. Hann getur leyst þessar stöður vinstra megin, en er í grunninn sóknarleikmaður sem færðist niður í bakvörðinn. Ég held að grunngildin hans séu meira fram á við."
„Það verður gaman að mæta honum aftur," segir Einar Karl sem er sjálfur mættur aftur í Bestu deildina eftir tveggja ára fjarveru. Hann samdi við FH, uppeldisfélag þeirra bræðra, fyrir helgi. Davíð fór frá FH í Breiðablik í 3. flokki.
Athugasemdir