Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 12. apríl 2023 15:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrir af hverju Stjarnan sagði nei við FH - „Mjög ófagmannlegt að þetta sé ekki klárt"
Fyrir leikinn í 1. umferð þegar Stjarnan tók á móti Víkingi á Samsungvellinum.
Fyrir leikinn í 1. umferð þegar Stjarnan tók á móti Víkingi á Samsungvellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kaplakrikavöllur.
Kaplakrikavöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Hrannarr
Helgi Hrannarr
Mynd: Aðsend
Enn er óljóst hvar leikur FH og Stjörnunnar fer fram á laugardag. Leikurinn, sem er hluti af 2. umferð Bestu deildarinnar, er settur á Kaplakrikavöll en sá völlur er ekki tilbúinn.

Fótbolti.net ræddi í gær við Davíð Þór Viðarsson. Davið er yfirmaður fótboltamála hjá FH og sagði hann að það væri í skoðun hvort hægt yrði að spila á Miðvellinum sem er frjálsíþróttavöllurinn í Kaplkakrika. Til þess að hægt yrði að spila þar þarf að bæta aðstöðuna svo hún uppfylli allar kröfur um leikstað í efstu deild.

Davíð sagði að Stjarnan hefði neitað ósk FH-inga um að víxla á heimaleikjunum, þ.e.a.s. að leikurinn á laugardag yrði heimaleikur Stjörnunnar og leikur liðanna í seinni umferðinni yrði þá heimaleikur FH.

Sjá einnig:
Óvíst hvar FH mætir Stjörnunni sem vill ekki víxla á heimaleikjum

Fótbolti.net ræddi við Helga Hrannarr Jónsson hjá Stjörnunni í dag. Helgi er formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar.

„Þetta bara gengur ekki upp hjá okkur. Stjarnan í Garðabæ er með einn völl, er líklegast næst fjölmennasta félagið á landinu og með óheyrilegan fjölda af leikjum. Við erum búnir að skipuleggja allt okkar starf og starfsfólk og annað út frá einhverju plani. Þar fyrir utan er mótið sett upp þannig að ef við myndum skipta þá myndum við spila fleiri útileiki yfir hásumarið."

„Ef við myndum víxla þá ættum við engan heimaleik á dögunum 3. júní til 17. júlí. Við eigum heimaleik 2. júní, leikinn gegn FH 29. júní og svo heimaleik gegn Val 17. júlí. Þetta yrði einn og hálfur mánuður án heimaleiks yfir hásumarið. Við getum ekki boðið okkar stuðningsfólki upp á það. Þetta var slæmt fyrir að vera bara með þennan eina heimaleik á þessum vikum."

„Það er verið að slá þessu upp eins og við neitum að víxla við þá sem einhver leiðindi. Það er ekki þannig, við bara getum það ekki."

„Mér finnst þetta bara mjög ófagmannlegt að þetta sé ekki klárt. FH-ingar eru búnir að vita af því mjög lengi að þeir ættu heimaleik í annarri umferð."


Núna eru þrír dagar í leik og þið vitið ekki hvar hann fer fram. Hversu óþægilegt er það?

„Öllu jafna væri það mjög óþægilegt, og gæti orðið mjög óþægilegt fyrir bæði lið því FH gæti ákveðið að fara einhverja skrítna leið og fengið nei frá KSÍ. "

„Ef þeir ná að setja upp stúku fyrir 300 manns fyrir laugardaginn þá er það bara frábært, en þá fórna þeir gæðum leiksins og tekjum sem hægt væri að fá úr nágrannaslag,"
sagði Helgi Hrannarr.

2. umferð Bestu:
laugardagur 15. apríl
14:00 Keflavík-KR (Nettóhöllin-gervigras)
16:00 KA-ÍBV (Greifavöllurinn)
17:00 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)

sunnudagur 16. apríl
17:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)
19:15 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)
19:15 HK-Fram (Kórinn)
Athugasemdir
banner
banner