„Við erum sárir og svekktir með eigin frammistöðu," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis úr Breiðholti, eftir 3-0 tap gegn KA á Dalvík í dag.
Lestu um leikinn: KA 3 - 0 Leiknir R.
„Fyrri hálfleikurinn var mjög dapur af okkar hálfu. Á endanum var samt bara 1-0 eftir að við gáfum mjög klaufalega vítaspyrnu. Við byrjum seinni hálfleikinn mjög sterkt en gefum svo aðra klaufalega vítaspyrnu. Við vorum ekkert hræðilegir eftir það en hefðum viljað eiga meira batterí til að gera betur."
„Við fáum dauðafæri þegar Sólon sleppur í gegn en svo gefum við þriðja markið líka. Í heildina erum við sárir og svekktir en við ætlum ekki að berja okkur of mikið niður eftir þetta."
Siggi var svekktur með vítaspyrnurnar sem Leiknir gaf. „Þetta var bara klaufagangur í okkur, algjörlega."
Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir