Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fim 12. maí 2022 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Adam Ægir: Bara þvílíkt sáttur
Adam í baráttunni gegn KA á dögunum
Adam í baráttunni gegn KA á dögunum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Hún er ógeðslega góð, Bara gott að komast á blað og þrjú stig loksins og ég er bara þvílíkt sáttur.“
Sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur um tilfinninguna eftir að Keflvíkingar sóttu sinn fyrsta sigur í sumar þegar Keflavík lagði Leikni á HS-Orkuvellinum 3-0 í kvöld en Adam sjálfur skoraði fyrsta mark leiksins eftir fimm mínútna leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Leiknir R.

Keflvíkingar sóttu sitt fyrsta stig í sumar um liðna helgi þegar lið ÍBV var í heimsókn í Bítlabænum. Fannst Adam leikur kvöldsins og frammistaða liðsins rökrétt framhald frá þeim leik?

„Já fyrstu 30 mínúturnar á móti ÍBV voru góðar og við áttum alveg skilið að vinna þann leik ef við hefðum ekki misst mann útaf en þetta er bara áframhald af því. Við erum búnir að sýna góðar frammistöður í sumar og erum búnir að spila erfiða leiki en loksins gott að halda hreinu og skora þrjú mörk.“

Adam sem er á láni frá Víkingum var spurður hversu mikilvægt það væri fyrir hann að fá alvöru mínútur eftir að hafa vermt varamannabekk Víkinga að mestu síðasta sumar.

„Það er geðveikt að ná 90 mínútum í nánast hverjum einasta leik og gott að byggja ofan á það ég er kominn með tvær stoðsendingar og mark núna og þetta er bara geggjað. Vonandi geta Víkingar notað mig í framtíðinni því mér finnst ég eiga heima í bestu liðunum á Íslandi.“

Sagði Adam en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner