Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
   fim 12. maí 2022 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Adam Ægir: Bara þvílíkt sáttur
Adam í baráttunni gegn KA á dögunum
Adam í baráttunni gegn KA á dögunum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Hún er ógeðslega góð, Bara gott að komast á blað og þrjú stig loksins og ég er bara þvílíkt sáttur.“
Sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur um tilfinninguna eftir að Keflvíkingar sóttu sinn fyrsta sigur í sumar þegar Keflavík lagði Leikni á HS-Orkuvellinum 3-0 í kvöld en Adam sjálfur skoraði fyrsta mark leiksins eftir fimm mínútna leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Leiknir R.

Keflvíkingar sóttu sitt fyrsta stig í sumar um liðna helgi þegar lið ÍBV var í heimsókn í Bítlabænum. Fannst Adam leikur kvöldsins og frammistaða liðsins rökrétt framhald frá þeim leik?

„Já fyrstu 30 mínúturnar á móti ÍBV voru góðar og við áttum alveg skilið að vinna þann leik ef við hefðum ekki misst mann útaf en þetta er bara áframhald af því. Við erum búnir að sýna góðar frammistöður í sumar og erum búnir að spila erfiða leiki en loksins gott að halda hreinu og skora þrjú mörk.“

Adam sem er á láni frá Víkingum var spurður hversu mikilvægt það væri fyrir hann að fá alvöru mínútur eftir að hafa vermt varamannabekk Víkinga að mestu síðasta sumar.

„Það er geðveikt að ná 90 mínútum í nánast hverjum einasta leik og gott að byggja ofan á það ég er kominn með tvær stoðsendingar og mark núna og þetta er bara geggjað. Vonandi geta Víkingar notað mig í framtíðinni því mér finnst ég eiga heima í bestu liðunum á Íslandi.“

Sagði Adam en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir