Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   fim 12. maí 2022 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Adam Ægir: Bara þvílíkt sáttur
Adam í baráttunni gegn KA á dögunum
Adam í baráttunni gegn KA á dögunum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Hún er ógeðslega góð, Bara gott að komast á blað og þrjú stig loksins og ég er bara þvílíkt sáttur.“
Sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur um tilfinninguna eftir að Keflvíkingar sóttu sinn fyrsta sigur í sumar þegar Keflavík lagði Leikni á HS-Orkuvellinum 3-0 í kvöld en Adam sjálfur skoraði fyrsta mark leiksins eftir fimm mínútna leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Leiknir R.

Keflvíkingar sóttu sitt fyrsta stig í sumar um liðna helgi þegar lið ÍBV var í heimsókn í Bítlabænum. Fannst Adam leikur kvöldsins og frammistaða liðsins rökrétt framhald frá þeim leik?

„Já fyrstu 30 mínúturnar á móti ÍBV voru góðar og við áttum alveg skilið að vinna þann leik ef við hefðum ekki misst mann útaf en þetta er bara áframhald af því. Við erum búnir að sýna góðar frammistöður í sumar og erum búnir að spila erfiða leiki en loksins gott að halda hreinu og skora þrjú mörk.“

Adam sem er á láni frá Víkingum var spurður hversu mikilvægt það væri fyrir hann að fá alvöru mínútur eftir að hafa vermt varamannabekk Víkinga að mestu síðasta sumar.

„Það er geðveikt að ná 90 mínútum í nánast hverjum einasta leik og gott að byggja ofan á það ég er kominn með tvær stoðsendingar og mark núna og þetta er bara geggjað. Vonandi geta Víkingar notað mig í framtíðinni því mér finnst ég eiga heima í bestu liðunum á Íslandi.“

Sagði Adam en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner