Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 12. maí 2023 22:29
Ívan Guðjón Baldursson
Anna María í tveggja leikja bann fyrir að rífa í hár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur dæmt Önnu Maríu Baldursdóttur í tveggja leikja bann fyrir að toga í hárið á Caeley Michael Lordemann.


Atvikið átti sér stað í 1-0 sigri Stjörnunnar gegn ÍBV fyrir tíu dögum síðan.

Anna María er fyrirliði Stjörnunnar og náðist það á upptöku þegar hún reif í hárið á Caeley, en dómarateymi leiksins sá ekki atvikið.

Það er mat nefndarinnar að um alvarlegt agabrot sé að ræða þar sem Anna María sýndi hættulega og óíþróttamannslega hegðun.

Anna missir af heimaleik gegn Val og útileik gegn Tindastóli og gæti hennar verið sárt saknað enda lykilleikmaður í sterku liði Garðbæinga.

Lestu úrskurðinn í heild sinni


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner