Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. maí 2023 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Bale hafnaði Wrexham því líkaminn hefur sagt stopp
Gareth Bale hefur lagt fótboltaskónum en spilar enn golf.
Gareth Bale hefur lagt fótboltaskónum en spilar enn golf.
Mynd: Getty Images

Umboðsmaður Gareth Bale segir að leikmaðurinn hafi hafnað því að ganga til liðs við Wrexham því líkami hans hafi sagt stopp. Hann einfaldlega geti ekki meira.


Bale sem er 33 ára gamall tilkynnti í janúar að hann hefði lagt skóna á hilluna í kjölfar þess að hafa spilað á HM 2022 í Katar í lok síðasta árs.

Honum hafði boðist að taka annað tímabil með LAFC í bandarísku MLS deildinni þar sem hann spilaði 13 leiki í fyrra en hafnaði því og ákvað að hætta í fótbolta.

Bandarísku leikararnir Rob McElhenney og Ryan Reynolds keyptu Wrexham fyrir þremur árum og hafa síðan lagt mikið í að byggja upp félagið og koma því aftur í ensku D-deildina. Það tókst á dögunum eftir 15 ára fjarveru í enskri deildarkeppni. Þeir vildu fá Bale til að hætta við að hætta í fótbolta og spila með á næstu leiktíð en því var umsvifalaust hafnað.

„Ég held að hann hafi hætt á réttum tíma," sagði Jonathan Barnett umboðsmaður Bale í gær.

„Hann hefur náð öllum sínum markmiðum, og endaði á að spila með Wales á Heimsmeistaramót sem var mikill raumur hans. Ég held að hann hafi áttað sig á að líkaminn gæti ekki meira. Hann hefur glímt við meiðsli undanfarin ár."

„Hann átti frábæran feril sem hann naut mjög. En hann nýtur lífsins núna. Hann er með fjölskyldunni sem er það mikilvægasta. Hann ver miklum tíma með börnunum sínum og það er það sem hann vill gera."


Athugasemdir
banner
banner