
Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í hjarta varnarinnar er FC Bayern lagði Hoffenheim að velli í efstu deild kvenna í Þýskalandi.
Lea Schuller skoraði eina mark leiksins og er Bayern með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Wolfsburg er í öðru sæti, með leik til góða.
Guðrún Arnardóttir lék sömuleiðis allan leikinn er Rosengård lenti tveimur mörkum undir á heimavelli en náði að koma til baka í síðari hálfleik.
Rosengard fékk topplið Häcken í heimsókn og er í fimmta sæti eftir 2-2 jafntefli. Rosengard er með 14 stig, fimm stigum minna en Hacken sem getur misst toppsætið um helgina.
Bayern 1 - 0 Hoffenheim
Rosengard 2 - 2 Hacken
Aron Einar Gunnarsson lék þá í frábærum sigri Al Arabi sem vann katarska Emir bikarinn.
Al Arabi lagði Al Sadd að velli með þremur mörkum gegn engu í úrslitaleiknum.
Að lokum var Aron Elís Þrándarson ónotaður varamaður í 1-1 jafntefli Odense gegn Álaborg í danska boltanum.
Al-Sadd 0 - 3 Al-Arabi
OB 1 - 1 AaB