Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 12. maí 2023 22:18
Sverrir Örn Einarsson
Chris Brazell: Ég er mjög lélegur í fótbolta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get ímyndað mér að þetta sé eitt af þessum viðtölum þar sem þú getur skrifað að mér finnist við eiga að hafa unnið en svo skrifar þú líka að hinum þjálfaranum finnist að þeir hafi átti að vinna. Jafntefli var sanngjörn niðurstaða fyrir bæði lið í mjög jöfnum og lokuðum leik“ Sagði Christopher Brazell þjálfari Gróttu um sín fyrstu viðbrögð eftir 0-0 jafntefli hans manna gegn Grindavík á Stakkavíkurvellinum í Grindavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  0 Grótta

Vallaraðstæður á grasvellinum í Grindavík voru eins og á svo mörgum öðrum völlum erfiðar. Hvernig fannst Chris völlurinn og fannst honum hann hafa mikil áhrif á leikinn og jafnvel áhrif á hvernig hann setti hann upp?

„Ég er mjög lélegur í fótbolta þannig að ég get ekkert sagt um hvaða áhrif hann hafði á leikmenn á annan hátt en hvernig hann lítur út. Mér fannst völlurinn bara líta ágætlega út, auðvitað ekki fullkominn en hrós á starfsmenn vallarins sem gerðu hann leikhæfann.“

Tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sumarsins er uppskera Gróttu það sem af er. Niðurstaða sem Chris er ánægður með?

„Ánægður er kannski ekki rétta orðið og liðið mitt myndi ekki njóta þess að heyra mig segja það. Ég veit að það er klisja en við erum alltaf að leitast eftir því að verða betri og þá kannski sérstaklega eftir að hafa ekki unnið leiki. Ég ætla því ekki að segja að ég sé ánægður því það endurspeglar ekki þær væntingar sem ég hef til liðsins.“
Athugasemdir
banner
banner
banner