Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   fös 12. maí 2023 22:18
Sverrir Örn Einarsson
Chris Brazell: Ég er mjög lélegur í fótbolta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get ímyndað mér að þetta sé eitt af þessum viðtölum þar sem þú getur skrifað að mér finnist við eiga að hafa unnið en svo skrifar þú líka að hinum þjálfaranum finnist að þeir hafi átti að vinna. Jafntefli var sanngjörn niðurstaða fyrir bæði lið í mjög jöfnum og lokuðum leik“ Sagði Christopher Brazell þjálfari Gróttu um sín fyrstu viðbrögð eftir 0-0 jafntefli hans manna gegn Grindavík á Stakkavíkurvellinum í Grindavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  0 Grótta

Vallaraðstæður á grasvellinum í Grindavík voru eins og á svo mörgum öðrum völlum erfiðar. Hvernig fannst Chris völlurinn og fannst honum hann hafa mikil áhrif á leikinn og jafnvel áhrif á hvernig hann setti hann upp?

„Ég er mjög lélegur í fótbolta þannig að ég get ekkert sagt um hvaða áhrif hann hafði á leikmenn á annan hátt en hvernig hann lítur út. Mér fannst völlurinn bara líta ágætlega út, auðvitað ekki fullkominn en hrós á starfsmenn vallarins sem gerðu hann leikhæfann.“

Tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sumarsins er uppskera Gróttu það sem af er. Niðurstaða sem Chris er ánægður með?

„Ánægður er kannski ekki rétta orðið og liðið mitt myndi ekki njóta þess að heyra mig segja það. Ég veit að það er klisja en við erum alltaf að leitast eftir því að verða betri og þá kannski sérstaklega eftir að hafa ekki unnið leiki. Ég ætla því ekki að segja að ég sé ánægður því það endurspeglar ekki þær væntingar sem ég hef til liðsins.“
Athugasemdir
banner
banner
banner