Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. maí 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagsetning komin á aðgerð Patriks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Johannesen, leikmaður Breiðabliks, varð fyrir því mikla óláni að slíta krossband fyrir rúmlega viku síðan. Tíðindin voru staðfest í vikunni og ljóst að Patrik verður frá út tímabilið.

Í færslu á samfélagsmiðlum Breiðabliks kemur fram að Patrik sé á leið í aðgerð eftir tæplega tvær vikur.

„Patrik fer í krossbandaaðgerð 24.maí. Í kjölfarið fer í gang langt og strangt endurhæfingarferli með Særúnu Jónsdóttur sjúkraþjálfara og sjúkrateyminu. Við gerum ráð fyrir að Patrik verði klár í að snúa aftur á völlinn um 10-12 mánuðum eftir aðgerð," segir í færslu Breiðabliks.

Patrik er 27 ára færeyskur landsliðsmaður sem Breiðablik keypti af Keflavík í vetur. Patrik var í byrjunaliði Breiðabliks í fyrstu fimm umferðum Bestu deildarinnar og skoraði eitt mark.

Patrik um meiðslin alvarlegu: Auðvitað eru þetta hræðilegar fréttir
Athugasemdir
banner
banner
banner