
Selfoss mætti í heimsókn á Domusnovavöllinn fyrr í kvöld og unnu þar 3-2 sigur á Leiknismönnum. Mörk Selfyssinga skoruðu þeir Jón Vignir Pétursson, Guðmundur Tyrfingsson og Valdimar Jóhannson. Dean Martin þjálfari Selfoss mætti sáttur í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 3 Selfoss
„Ég er mjög sáttur hvað við vorum góðir til baka. Við vissum að Leiknismenn voru góðir að halda boltanum. Þeir gerðu þetta vel í bikarleiknum líka, þeir eru vel spilandi lið. Við sýndum karakter að við getum haldið og klárað leikinn almennilega. Fyrir 1-2 árum hefðum við tapað þessum þremur stigum. Þá hefðum við kannski fengið mark á okkur og leikurinn endað með jafntefli. Við sýndum karakter og erum búnir að læra af mistökum."
Selfoss lenti undir snemma leiks en komu til baka
„Karakterinn sýndi sig þarna, við lentum 1-0 undir eftir fyrstu sóknina hjá Leikni. Við vorum búnir að fá tvö góð færi, skutum í slánna. Við áttum að vera 2-0 yfir þá, mjög svekkjandi að lenda undir."
Leiknir R. höfðu betur gegn Selfyssingum í Mjólkurbikarnum fyrir 3 vikum.
„Það er stutt síðan við kepptum við þá. Við mundum eftir hvernig þeir spiluðu og við vissum hvað við vildum gera og það heppnaðist vel í leiknum."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir