Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 12. maí 2023 18:06
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche: Ákvarðanir verða teknar eftir tímabilið
Mynd: Getty Images

Everton er í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni og hefur verið að skila inn flottum frammistöðum undir stjórn Sean Dyche. Liðið rúllaði óvænt yfir Brighton á útivelli í síðustu umferð og tekur á móti ríkjandi meisturum og toppliði Manchester City um helgina.


Everton er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti og ríkir mikil óvissa um framtíð leikmanna félagsins, þar sem margir þeirra verða samningslausir í sumar. Þá eru nokkrir launaháir leikmenn félagsins ekki með ákvæði um að lækka í launum við að falla niður um deild og gæti félagið því neyðst til að vera með brunaútsölu í sumar.

„Þegar ég tók við félaginu var mikið talað um að liðið væri dautt en við höfum sannað að það er ekki rétt. Það er míkið líf í okkur og við getum barist fyrir okkar sæti í úrvalsdeildinni. Það eru samræður í gangi um hvað þarf að gera til að færa félagið í jákvæðari átt til framtíðar,"  sagði Dyche.

„Þegar allt kemur til alls snýst þetta tímabil um að komast yfir þennan erfiða kafla og finna leiðir til að vaxa í framtíðinni."

Dyche var þá spurður út í Seamus Coleman, 34 ára fyrirliða Everton sem er nýlega búinn í aðgerð á hné og rennur út á samningi í sumar.

„Aðgerðin heppnaðist vel og Seamus ætti að vera klár í slaginn fyrir næstu leiktíð. Þetta er ekki stundin til að taka ákvarðanir varðandi framtíð leikmanna, það verður gert eftir síðustu umferð úrvalsdeildartímabilsins." 


Athugasemdir
banner
banner
banner