Edin Dzeko hefur samþykkt eins árs framlengingu við Inter og spilar því áfram með liðinu út næsta tímabil.
Bosníumaðurinn gekk í raðir Inter í ágúst 2021 og hefur verið liðinu mikilvægur innan sem utan vallar.
Dzeko er 37 ára og sýndi það glögglega að lengi lifir í gömlum glæðum þegar hann skoraði gegn AC Milan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Bosníumaðurinn gekk í raðir Inter í ágúst 2021 og hefur verið liðinu mikilvægur innan sem utan vallar.
Dzeko er 37 ára og sýndi það glögglega að lengi lifir í gömlum glæðum þegar hann skoraði gegn AC Milan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Dzeko tekur á sig launalækkun í framlengingunni á samningi sínum en hann íhugaði að taka tilboði frá bandarísku MLS-deildinni.

Athugasemdir