
Afturelding lagði Þór að velli í Lengjudeildinni í kvöld með einu marki gegn engu sem Gunnar Bergmann Sigmarsson skoraði undir lokin.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 0 Þór
Þór fékk dæmda vítaspyrnu á 83. mínútu en Elías Ingi Árnason dómari sneri ákvörðuninni við eftir að hafa flautað.
Það átti líklegast aldrei að dæma vítaspyrnu en það vakti mikla furðu þegar Elías sneri dómnum sínum við.
Dómarinn ræddi við Þorlák Má Árnason, þjálfara Þórs, á hliðarlínunni og var Láki sýnilega allt annað en sáttur þegar Elías sagði honum frá ákvörðun sinni. Láki telur að mótmæli leikmanna hafa snúið ákvörðun dómarans við.
Viðtal við Láka birtist síðar í kvöld.
Sjá einnig:
Lengjudeildin: Gunnar Bergmann tryggði sigurinn undir lokin
Athugasemdir