Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. maí 2023 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Elías og Kristófer öruggir með umspilssæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: NAC Breda

Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í leikjum kvöldsins í Hollandi og Belgíu.


Í efstu deild í Hollandi vann Twente þægilegan sigur á NEC Nijmegen. Alfons Sampsted var ónotaður varamaður hjá Twente og Andri Fannar Baldursson hjá Nijmegen.

Nijmegen er þar með svo gott sem búið að missa af umspilssæti fyrir Sambandsdeildina, á meðan Twente gerir atlögu að fjórða sætinu sem veitir beinan þátttökurétt í Sambandsdeildina.

Kristian Nökkvi Hlynsson lék þá aðeins fyrri hálfleikinn í 1-2 tapi Jong Ajax gegn Jong AZ Alkmaar í B-deildinni. Staðan var markalaus þegar Kristiani var skipt af velli, en hann var aðalmaðurinn í síðasta leik liðsins þar sem hann skoraði tvö og lagði upp önnur tvö í 4-2 sigri.

Elías Már Ómarsson lék þá allan leikinn er NAC Breda tapaði 0-3 gegn toppliði Heracles. Breda er búið að tryggja sér sæti í umspilinu um sæti í efstu deild.

Kristófer Ingi Kristinsson sat svo á bekknum í sigri VVV-Venlo gegn De Graafschap. Sigurinn tryggir Venlo umspilssæti.

Twente 4 - 0 Nijmegen

Jong Ajax 1 - 2 Jong AZ

Breda 0 - 3 Heracles

Venlo 2 - 1 De Graafschap

Lommel SK endaði að lokum í sjöunda sæti belgísku B-deildarinnar eftir 6-1 stórsigur gegn varaliði Standard Liege. Kolbeinn Þórðarson kom inn af bekknum í stöðunni 5-1.

Lommel SK 6 - 1 Standard Liege U23


Athugasemdir
banner