Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. maí 2023 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emil og Gibbs mögulega í hóp á morgun - „Það sem við þurfum að gera"
Emil Atlason.
Emil Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs.
Joey Gibbs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tekur á móti ÍBV í sjöundu umferð Bestu deildar karla. Stjarnan er í næst neðsta sæti deildarinnar og urðu breytingar á þjálfarateymi liðsins í vikunni. Ágúst Gylfason var látinn fara og Jökull Elísabetarson er nú orðinn aðalþjálfari liðsins.

Jökull var í viðtali í gær spurður út í komandi leik og út í leikmenn sem hafa verið fjarverandi.

„Það lítur út fyrir að Joey Gibbs og Emil (Atlason) geti mögulega komið inn í hópinn. Svo er stutt í Tóta (Þórarinn Inga Valdimarsson) og styttist í aðra menn (Andra Adolphsson og Harald Björnsson), styttist í alla. Núna þurfa þeir að berjast fyrir mínútum og fara í sömu samkeppni og aðrir. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir koma inn."

Hefur fjarvera reynslumikla leikmanna spilað stærra hlutverk en menn reiknuðu með?

„Það á eftir að koma best í ljós þegar þeir snúa til baka. Auðvitað skiptir það mjög miklu máli, allir leikmenn skipta máli. Þrátt fyrir að þeir séu búnir að vera frá, þá erum við með frábært lið. Maður getur ekki leyft sér að afsaka sig með því, en auðvitað skipta bæði góðir leikmenn og karakterar máli. Það segir sig sjálft."

Munu sjá lið sem er tilbúið að fórna öllu
Eru þessi stig sem eru í boði á móti ÍBV eitthvað mikilvægari en önnur?

„Nei, við þurfum bara að horfa fram veginn og getum ekki verið hræddir um að tapa. Við þurfum að hækka orkustigið, þurfum að gera betur og þurfum að leggja meira í þetta og spila af meiri krafti."

„Við þurfum að auka hugrekkið líka, einhver hræðsla við úrslit eða hræðsla við eitthvað er það versta sem við förum í núna. Við þurfum að sýna stuðningsmönnum að við séum tilbúnir að gera eitthvað fyrir þá og félagið. Það er búið að vera þungt hlutskipti að vera stuðningsmaður Stjörnunnar í byrjun móts. Þeir hafa samt sem áður fjölmennt á alla leiki og stutt rosalega vel við liðið. Þeir stuðningsmenn sem eru tilbúnir að fórna enska boltanum og bústað á laugardaginn, þeir munu sjá lið sem er tilbúið að fórna öllu sem það á fyrir félagið og stuðningsmennina. Það er það sem við þurfum að gera,"
sagði Jökull.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 14:00 á morgun og fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ. Viðtalið við Jökul má nálgast hér neðst í fréttinni.

Sjá einnig:
„Þurfum að taka þessa byrjun á mótinu, draga hana bakvið hlöðu og skjóta hana í hausinn"
Fór í aðgerð til að lengja ferilinn en óvíst hvenær hann snýr aftur
Taugaverkur heldur Gibbs frá vellinum
Jökull Elísabetarson: Á erfitt með að dæma hver á að taka ábyrgðina
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner