Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. maí 2023 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismenn heiðruðu minningu Steinars fyrir leikinn í gær
Lengjudeildin
Lið Fjölnis við leiði Steinars Ingimundarsonar í gær.
Lið Fjölnis við leiði Steinars Ingimundarsonar í gær.
Mynd: Fjölnir
Steinar Ingimundarson.
Steinar Ingimundarson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson

Fjölnismenn léku sinn fyrsta heimaleik í Lengjudeild karla í gær þegar liðið gerði 3 - 3 jafntefli við Þrótt í Egilshöll.


Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  3 Þróttur R.

Fyrir fyrsta heimaleik hvers tímabils fer meistaraflokkur Fjölnis að leiði Steinars Ingimundarsonar og heiðrar minningu þess mikla Fjölnismanns og það gerðu þeir í gær fyrir leikinn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Steinar Ingimundarson lést árið 2013, aðeins 44 ára að aldri, eftir baráttu við erfið veikindi.

Steinar hóf feril knattspyrnuferil sinn hjá Leikni R. og lék síðan með KR, Leiftri, Fjölni, Þrótti og Víði. Samtals skoraði Steinar 23 mörk í 86 leikjum í efstu deild á ferli sínum.

Steinar þjálfaði síðar karlalið Fjölnis frá 2002 til 2004 og Víði Garði frá 2007 til 2009. Árið 2010 tók Steinar við kvennaliði Keflavíkur en hann hætti með liðið um mitt ár 2011 vegna veikinda sinna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner