Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. maí 2023 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Fótsnyrting á Framvelli
Lengjudeildin
Afturelding mætir Þór á Framvell í kvöld.
Afturelding mætir Þór á Framvell í kvöld.
Mynd: Raggi Óla

Fyrsti heimaleikur Aftureldingar í Lengjudeild karla í sumar fer fram í kvöld þegar liðið tekur á móti Þór frá Akureyri.


Þó leikurinn túlkist sem heimaleikur Aftureldingar er ekki þar með sagt að hann verði á heimavelli liðsins á Varmá heldur fer hann fram á glæsilegum leikvangi Framara í Úlfarsárdalnum.

Ástæðan er sú að Afturelding er að taka upp gervigrasið á velli sínum í Mosfellsbænum.

Þrátt fyrir að færa sig um set að sinni ætlar Afturelding að halda áfram með skemmtilegar uppákomur í sumar og byrja í Úlfarsárdalnum en í fyrra bauð félagið meðal annars upp á rauðvínskynningu, nudd, heita potta og hárgreiðslu á meðan leik stóð.

Í kvöld ætlar félagið að bjóða upp á fótsnyrtingu fráa Fótaaðgerðarstofu Mosfellsbæjar á meðan leik stendur og sem fyrr gildir auðvitað fyrstur kemur fyrstur fær.

Hægt er að skrá sig í Fótsnyrtingu í gegnum Instagram - Aftureldingknattspyrna.

Auk þess er boðið upp á hamborgara frá Kjötbúðinni, tippleik, nýju Kaleo treyjurnar verða til sölu og fleira.


Athugasemdir
banner
banner
banner