Klárt mál að Arsenal vinnur rest
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, skilur ekki hvers vegna lið hans mætir Everton á sunnudag.
City er í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og á sama tíma í harðri titilbaráttu á Englandi. Seinni leikur liðsins gegn Real Madrid er á miðvikudag, en fyrst er það leikurinn gegn Everton.
City er í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og á sama tíma í harðri titilbaráttu á Englandi. Seinni leikur liðsins gegn Real Madrid er á miðvikudag, en fyrst er það leikurinn gegn Everton.
Real Madrid mætir Getafe í spænsku deildinni á morgun og fær því auka dag í hvíld fyrir leikinn gegn City. City fær einungis rétt rúmlega 72 tíma hvíld. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri leikinn sem fór fram í Madríd.
„Þetta er eins og það er. Ég get ekki skilið þetta en ég mun ekki berjast gegn þessu lengur. Ég skil þetta ekki en við þurfum að aðlagast. Núna er einbeitingin á Everton - ekki á neinu meiru."
„Ég er nokkuð viss um að úrvalsdeildin vilji hjálpa liðunum. Við hefðum viljað spila á laugardag, fáum núna aukadag til að hvíla okkur fyrir leikinn gegn Everton."
„Við vinnum í ellefu mánuði fyrir úrvalsdeildina. Við höfum ekki mikinn tíma til að undirbúa okkur fyrir Madrid af því við spilum á sunnudag - takk kærlega fyrir það - en Goodison Park er í algjörum forgangi," sagði Guardiola.
Á fréttamannafundinum í dag sagði Guardiola að það væri mjög mikilvægt fyrir City að geta haldið þeirri stöðu að stýra eigin örlugum í titilbaráttunni. Aðspurður um baráttuna við Arsenal hafði Guardiola þetta að segja:
„Klárt mál að Arsenal mun vinna sína síðustu þrjá leiki. Svo það er ljóst hvað við þurfum að gera til að vinna úrvalsdeildina. Ég væri alveg til í að Arsenal myndi tapa stigum, en ég held að þeir fái öll níu stigin," sagði spænski stjórinn.
Það kemur í ljós eftir æfingu City í dag hvort að Nathan Ake geti spilað leikinn á sunnudag.
"Thank you so much!" ????
— Hayters TV (@HaytersTV) May 12, 2023
Pep Guardiola's sarcastic response to the Premier League's decision to schedule @ManCity's clash with @Everton on Sunday ????
???? https://t.co/4787lBT7vo pic.twitter.com/77oYFNnD88
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 35 | 25 | 7 | 3 | 81 | 35 | +46 | 82 |
2 | Arsenal | 35 | 18 | 13 | 4 | 64 | 31 | +33 | 67 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 35 | 18 | 7 | 10 | 54 | 42 | +12 | 61 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 35 | 11 | 13 | 11 | 44 | 48 | -4 | 46 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | Man Utd | 35 | 10 | 9 | 16 | 42 | 51 | -9 | 39 |
16 | Tottenham | 35 | 11 | 5 | 19 | 63 | 57 | +6 | 38 |
17 | West Ham | 35 | 9 | 10 | 16 | 40 | 59 | -19 | 37 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 35 | 5 | 6 | 24 | 29 | 76 | -47 | 21 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir