Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 12. maí 2023 20:52
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Þórir Jóhann tók þátt í jafntefli gegn Lazio
Mynd: EPA

Lazio 2 - 2 Lecce
0-0 Gabriel Strefezza ('23 , Misnotað víti)
1-0 Ciro Immobile ('34 )
1-1 Remi Oudin ('45 )
1-2 Remi Oudin ('51 )
2-2 Sergej Milinkovic-Savic ('90 )


Þórir Jóhann Helgason fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn í 2-2 jafntefli Lecce gegn Lazio í fyrsta leik helgarinnar í ítalska boltanum.

Hér var um mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið, þar sem Lazio er í baráttu um Meistaradeildarsæti á meðan Lecce er í fallbaráttunni.

Gestirnir fengu dæmda vítaspyrnu eftir klaufalegan varnarleik Elseid Hysaj en Gabriel Strefezza skaut í stöngina. Ciro Immobile refsaði fyrir mistökin með marki á 34. mínútu eftir undirbúning frá Luis Alberto.

Remi Oudin jafnaði fyrir leikhlé og kom hann Lecce svo yfir í upphafi síðari hálfleiks. Lazio tók öll völd á vellinum en gekk illa að koma boltanum í netið.

Þóri Jóhanni var skipt inn á 82. mínútu fyrir hetju dagsins, Remi Oudin, og hélt Lazio áfram að sækja. Gífurlegur sóknarþungi skilaði sér að lokum þegar Sergej Milinkovic-Savic skallaði boltann í netið eftir atgang í vítateignum seint í uppbótartíma.

Lokatölur 2-2 og dýrmætt stig í hús fyrir Lecce, þó að leikmenn geti verið svekktir með að hafa ekki tekist að halda út síðustu tvær mínúturnar.

Lecce er fimm stigum frá fallsvæðinu eftir þetta jafntefli á meðan Lazio er í þriðja sæti, fjórum stigum fyrir ofan Evrópudeildarsæti sem á leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner