Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. maí 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Íþróttafréttamenn völdu Haaland leikmann ársins
Mynd: Getty Images
Norska markamaskínan Erling Haaland hefur verið valinn leikmaður ársins í enska boltanum af samtökum íþróttafréttamanna á Englandi.

Haaland hefur skorað 51 mark í 47 leikjum i öllum keppnum en City á möguleika á að verða fyrsta liðið til að taka þrennuna með því að vinna Meistaradeildina, ensku deildina og FA bikarinn síðan Manchester United gerði það 1999.

Haaland fékk 82% atkvæða og er þriðji leikmaður Manchester City sem hlýtur þessi verðlaun. Raheem Sterling vann þau 2019 og Ruben Dias 2021.

Sam Kerr hjá Chelsea hefur verið valin leikmaður ársins í kvennaflokki af íþróttafréttamönnum. Ástralska landsliðskonan hefur skorað 27 mörk fyrir Chelsea á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner