

„Við erum mjög ánægð því Augnablik heimsóttu okkur fyrir fimm dögum og gáfu okkur mjög erfiðan leik. Ég er mjög stoltur að við náðum að skora sex mörk í dag en mér finnst það sína karakterinn í þessu liði.“ sagði John Henry Andrew, þjálfari Víkinga, eftir 6-0 sigur þeirra á Augnablik í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 - 0 Augnablik
Þegar þið skorið þetta klassíska þriðja mark tókuð þið yfir leikinn á ný, fannst þér þetta vera komið í hús þá?
„Nei ekki alveg. Við erum með okkar staðal og okkar reglur sem við þurfum að fara eftir. Ég var mjög ánægður með það hjá okkur í dag. Stundum þegar maður kemst í svona stöður í fótbolta verður maður latur en mínir leikmenn unnu vinnuna sína í kvöld og hættu aldrei að hlaupa. Ég er mjög stoltur af því.“
Þú hlýtur að vera sáttur með Sigdísi í kvöld sem skoraði þrennu?
„Málið er að við erum stolt af þeim öllum. Það var mikil vinna sem Hulda var að koma með gegn bakverðinum í fyrri hálfleik. Síðan skipta þær um kanta og Sigdís klárar leikinn fyrir okkur. Sigdís er bara æðisleg þegar hún spilar í forminu sem hún er í núna og við erum heppinn að eiga hana.“
Var það eitthvað ákveðið sem gladdi þig meira en annað í kvöld?
„Já, eins og ég sagði í upphafi viðtalsins er ég mest ánægður með það að við skorum sex mörk á móti þessu öfluga liði Augnabliks. Þær eru með geggjaða leikmenn, öfluga þjálfara og mjög góðan markmann. Ég þoli ekki að keppa á móti þessum markmanni, hún er stórkostleg. Maður er hæstánægður með karakterinn í liðinu líka.“ sagði John Andrew um frammistöðu sinna leikmanna í kvöld.
Viðtlalið má finna í spilaranum hér að ofan.