Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. maí 2023 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Kulusevski snýr líklega aftur til Juventus
Mynd: EPA

Fjölmiðlar á Englandi og Ítalíu eru sammála um að sænski kantmaðurinn Dejan Kulusevski muni líklega snúa aftur til Juventus í sumar.


Kulusevski er 23 ára gamall og hefur spilað 54 leiki hjá Tottenham frá komu sinni á lánssamningi í janúar 2022. 

Tottenham borgaði 10 milljónir evra fyrir leikmanninn með kaupmöguleika uppá 30 milljónir til viðbótar. Kaupmöguleikinn hefði orðið að kaupskyldu ef Tottenham hefði náð Meistaradeildarsæti á tímabilinu en það eru litlar sem engar líkur á því á þessum tímapunkti.

„Ég er ekki viss hvort hann verði áfram," sagði Ryan Mason, bráðabirgðastjóri Tottenham, þegar hann var spurður um Kulusevski. 

„Deki er leikmaður Tottenham og við höfum miklar mætur á honum. Þetta er topp leikmaður sem getur orðið ennþá betri. Við munum sjá til í sumar."

Tottenham getur því keypt Kulusevski fyrir 30 milljónir evra í sumar, en leikmaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Juventus.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner