
„Þetta var bara hörkuleikur. Jafn leikur og bæði lið fengu nokkur færi. Leikurinn skiptist svolítið, við vorum betri á köflum og Afturelding betri á köflum. Það var samt virkilega svekkjandi að tapa þessu á síðustu mínutunni." Segir Þorlákur Árnason eftir 1-0 tap sinna manna í Þór gegn Aftureldingu nú í kvöld.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 0 Þór
„Ég var sáttur við frammistöðuna heilt yfir og þa' var margt jákvætt við leik liðsins. Við vorum bara klaufar að skora ekki."
Undir lok leiks átti sér stað undarleg uppákoma þegar Elías Ingi Árnason dómari leiksins dæmdi víti og dró síðan dóminn til baka.
„Ég veit ekki hvað ég má segja en það er þannig að við förum á dómarafund með formanni dómaranefndar og þar er sagt að það sé strangt tekið á mótmælum leikmanna. Leikmennirnir snúa við þessum dómi með því að mótmæla og mótmæla. Mér fannst þetta vera 50/50 Hann fer klárlega í leikmanninn hann dettur ekki af sjálfum sér. Ég held ég hafi aldrei séð svona atvik.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir