Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 12. maí 2023 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Leao með 175 milljóna ákvæði í nýja samningnum
Mynd: EPA

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Rafael Leao, stjörnuleikmaður AC Milan, sé búinn að framlengja samning sinn við félagið til 2028.


Milan á eftir að staðfesta fregnirnar en ljóst er að Leao verður launahæsti leikmaður félagsins með fimm milljónir evra í árslaun eftir skatt.

Romano segir að í nýja samningnum sé 175 milljón evra söluákvæði, en Leao hefur verið eftirsóttur af stórveldum á borð við PSG og Chelsea undanfarna mánuði.

Leao er búinn að undirrita samninginn og mun Milan tilkynna fregnirnar á næstu dögum.

Leao, sem verður 24 ára í sumar og á 18 landsleiki að baki fyrir Portúgal, er með 23 mörk og 17 stoðsendingar í síðustu 66 deildarleikjum með Milan.


Athugasemdir
banner
banner
banner