
KR 0 - 6 Fylkir
Eva Rut Ásþórsdóttir (2)
Bergdís Fanney Einarsdóttir (2)
Helga Guðrún Kristinsdóttir
Birta Margrét Gestsdóttir
KR tók á móti Fylki í Lengjudeild kvenna í kvöld og steinlá á heimavelli.
Árbæingar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu sex mörk til að valta yfir KR-inga sem eru nýfallnar úr Bestu deildinni.
Eva Rut Ásþórsdóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir voru atkvæðamestar í liði Fylkis með tvennu hvor.
Helga Guðrún Kristinsdóttir og hin bráðefnilega Birta Margrét Gestsdóttir komust einnig á blað í stórsigrinum.
Fylkir er með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðir tímabilsins á meðan KR situr eftir á botninum án stiga.
Athugasemdir