Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 12. maí 2023 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Víkingur skoraði sex - HK lagði Fram
Lengjudeildin
Sigdís Eva og Bergdís Sveinsdóttir voru allt í öllu í kvöld.
Sigdís Eva og Bergdís Sveinsdóttir voru allt í öllu í kvöld.
Mynd: Víkingur R.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði þrennu í stórsigri Víkings R. gegn Augnablik í Lengjudeild kvenna í kvöld.


Víkingur tók forystuna snemma leiks og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. Bergdís Sveinsdóttir skoraði og lagði upp en heimakonur hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk fyrir leikhlé.

Það var í síðari hálfleik sem Sigdís Eva lét allt flakka og skoraði hún þrennu á meðan Sigrún Guðmundsdóttir, fyrirliði Augnabliks, varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark. Lokatölurnar urðu því 6-0 fyrir Víking sem er með sex stig eftir tvær umferðir. 

Augnablik á eitt stig eftir 2-2 jafntefli við HK í fyrstu umferð.

Lestu um leikinn

Víkingur R. 6 - 0 Augnablik 
1-0 Bergdís Sveinsdóttir ('7)
2-0 Birta Birgisdóttir ('25)
3-0 Sigdís Eva Bárðardóttir ('54)
4-0 Sigrún Guðmundsdóttir ('55, sjálfsmark)
5-0 Sigdís Eva Bárðardóttir ('71)
6-0 Sigdís Eva Bárðardóttir ('82)

HK er þá komið með fjögur stig eftir sigur gegn Fram í kvöld, þar sem Ísabella Eva Aradóttir skoraði fyrsta markið á 26. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Brookelynn Paige Entz.

Leikurinn var spennandi þar sem gestirnir í Fram fengu góð færi til að skora en nýttu ekki. HK tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé eftir slæm mistök hjá Elaina Carmen La Macchia á milli stanganna. Elaina skoraði sjálfsmark þegar hún blakaði hornspyrnu í eigið net og staðan því 2-0 í hálfleik.

HK komst nálægt því að skora þriðja markið en tókst ekki og unnu gestirnir sig inn í leikinn. Fram var hársbreidd frá því að minnka muninn en lokatölur urðu 2-0.

Lestu um leikinn

HK 2 - 0 Fram
1-0 Isabella Eva Aradóttir ('26)
2-0 Elaina Carmen La Macchia ('43, sjálfsmark


Athugasemdir
banner
banner
banner