Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. maí 2023 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Gunnar tryggði sigurinn undir lokin
Lengjudeildin
Gunnar Bergmann Sigmarsson reyndist hetjan í Mosfellsbæ.
Gunnar Bergmann Sigmarsson reyndist hetjan í Mosfellsbæ.
Mynd: Raggi Óla

Afturelding 1 - 0 Þór
1-0 Gunnar Bergmann Sigmarsson ('89)


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Þór

Afturelding og Þór áttust við í 2. umferð sumarsins í Lengjudeild karla og var staðan markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik.

Heimamenn í Mosfellsbæ voru sterkari aðilinn en sköpuðu sér aðeins eitt færi þegar Bjarni Páll Linnet Runólfsson skallaði framhjá.

Seinni hálfleikurinn var talsvert fjörugari en sá fyrri þar sem bæði lið fengu stórhættuleg færi áður en furðulegt atvik átti sér stað á 83. mínútu.

Þór fékk þá dæmda vítaspyrnu en Elías Ingi Árnason dómari skipti um skoðun eftir að hafa flautað. Hann hætti við að dæma vítaspyrnu við mikla furðun leikmanna og þjálfara. Ákvörðunin var þó líklegast rétt á endanum, en það er samt sem áður ekki komið VAR í íslenska boltann.

Það virtist ætla að stefna í jafntefli eftir þennan vítadóm sem var snúið við, en svo reyndist ekki. Heimamenn í Aftureldingu fengu hornspyrnu undir lokin þar sem Gunnar Bergmann Sigmarsson reis hæst og skallaði boltann í netið.

Gunnar Bergmann tryggði þar með afar nauman sigur og er Afturelding með sex stig eftir tvær umferðir. Þór er með þrjú stig.


Athugasemdir
banner
banner