Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 12. maí 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
„Liverpool enn mjög aðlaðandi fyrir marga leikmenn“
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool mætir Leicester á mánudaginn en liðið heldur í vonina um að komast í Meistaradeildina. Ef Liverpool verður ekki með í stærstu keppni Evrópu gæti það flækt málin í að lokka öfluga leikmenn til félagsins í sumar.

„Þegar ég tala við leikmenn getum við ekki sagt á þessari stundu hvort við getum boðið upp á Meistaradeildarfótbolta. Leikmaðurinn veit af þessari stöðu," segir Klopp.

„Það er klárt að félagið þarf að vera hluti af þessu, vera í Meistaradeildinni, berjast um titla og þess háttar. Við vitum ekki hvort við verðum í Meistaradeildinni. En allt annað er eins, þetta er frábært félag og gott lið, vonandi enn betra lið á næsta tímabili. Þetta er Liverpool og það er mjög aðlaðandi fyrir marga leikmenn."

„Fyrir nokkrum vikum taldi ég ómögulegt að við gætum náð Meistaradeildarsæti. Við höfum náð að komast nær. Það er enn líklegast að Manchester United muni ná í Meistaradeildina og ef þeir enda ofar en við þá eiga þeir það skilið."

Það má fylgja að Klopp sagði á fréttamannafundinum í morgun að Roberto Firmino og Naby Keita væru enn fjarverandi og spila ekki á mánudag. „Ég sá Bobby á æfingu í gær og hann er nálægt þessu. En ég held að hann verði ekki klár fyrir næsta leik," segir Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner