Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. maí 2023 11:00
Elvar Geir Magnússon
Longstaff í myndatöku
Miðjumaðurinn Sean Longstaff.
Miðjumaðurinn Sean Longstaff.
Mynd: EPA
Newcastle heimsækir Leeds í hádegisleiknum á morgun, í leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Newcastle er í baráttu um Meistaradeildarsæti, Leeds berst fyrir lífi sínu í deildinni.

Eddie Howe stjóri Newcastle greindi frá því á fréttamananfundi í morgun að miðjumaðurinn Sean Longstaff væri á leið í ítarlegri myndatöku vegna meiðsla í fæti. Þá er Matt Ritchie meiddur á hné og kemur væntanlega ekki meira við sögu á tímabilinu.

„Sean Longstaff fór í skoðun hjá sérfræðingi. Það eru einhverjar skemmdir í einu af liðböndununum. Hann fer í frekari skoðun í dag en ég býst ekki við því að þetta séu langtímameiðsli. Þetta snýst um hvort hann geti spilað meira á þessu tímabili. Hans hefur verið saknað," segir Howe.

„Það er vanmetið hvað hann gefur liðinu taktískt og líkamlega. Hann er leikmaður sem getur spilað á hæsta getustigi og er með mikinn leikskilning. Við höfum saknað eiginleika hans."

Longstaff, sem er 25 ára, hefur verið fjarverandi í síðustu tveimur leikjum Newcastle.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner