Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. maí 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd óttast að fá ekki Kane
Powerade
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: EPA
Bart Verbruggen.
Bart Verbruggen.
Mynd: EPA
Moussa Diaby.
Moussa Diaby.
Mynd: EPA
Ashley Barnes.
Ashley Barnes.
Mynd: Getty Images
Það er rosaleg fótboltahelgi framundan! En fyrst er það slúðrið. Kane, Messi, Osimhen, Lukaku, Mount, Ugarte, Pickford, De Gea, Martínez og fleiri í sneisafullum slúðurpakka.

Manchester United óttast að mistakast að kaupa sóknarmanninn Harry Kane (29) frá Tottenham í sumar. Tottenham ætlar sér að halda Kane þrátt fyrir að hann eigi brátt aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. (Mirror)

Javier Tebas forseti La Liga segir að brotthvarf Sergio Busquets frá Barcelona sé upphaf þess að Barcelona vinni í að fá Lionel Messi (35) aftur til félagsins. Samningur Messi við Paris St-Germain rennur út í sumar. (Cadena COPE)

Chelsea hefur sett fyrirhugað tilboð í Victor Osimhen (24), sóknarmann Napoli, í biðstöðu þar sem félagið telur of erfitt að fá Nígeríumanninn þetta sumarið. (Football Insider)

Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (29) mun snúa aftur til Chelsea úr láni hjá Inter í sumar. Hann mun ræða við Mauricio Pochettino, verðandi stjóra liðsins, og taka þátt í æfingum í sumar áður en ákvörðun verður tekin um framtíðina. (Mirror)

Pochettino vill að Chelsea hefji viðræður á ný við Mason Mount (24) um nýjan samning. Núgildandi samningur hans við Chelsea rennur út eftir tímabilið. (Standard)

Chelsea mun biðja um milli 30-40 milljónir punda fyrir króatíska miðjumanninn Mateo Kovacic (29) en Manchester City hefur áhuga á honum. (Football Insider)

Aston Villa er í viðræðum við Sporting Lissabon um miðjumanninn Manuel Ugarte (22). Úrúgvæski landsliðsmaðurinn hefur einnig verið orðaður við Chelsea og Liverpool. (Football Transfers)

Manchester United er tilbúið að gera tilboð í Jordan Pickford (29) markvörð Englands og Everton ef David de Gea (32) yfirgefur félagið. (Mirror)

Manchester United hefur áhuga á hollenska markverðinum Bart Verbruggen (20) hjá Anderlecht. Staða De Gea sem aðalmarkvarðar á Old Trafford er í óvissu. (Manchester Evening News)

Njósnarar Newcastle, Manchester United og Liverpool hafa verið að fylgjast með franska miðverðinum Jean-Clair Todibo (23) hjá Nice. (Fabrizio Romano)

Argentínski markvörðurinn Emiliano Martínez (30) mun yfirgefa Aston Villa í sumar. Chelsea, Manchester United og Tottenham hafa áhuga. (Gaston Edul)

Giuseppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, segist telja að Simone Inzaghi haldi áfram sem stjóri liðsins og bætti því við að markvörðurinn Andre Onana (27), sem hefur verið orðaður við Manchester United, vilji vera áfram hjá ítalska félaginu. (La Gazzetta dello Sport)

Aston Villa vill fá Marco Asensio (27) frá Real Madrid á frjálsri sölu þegar samningur spænska landsliðsmannsins rennur út í sumar. (Athletic)

Newcastle United mun fá samkeppni frá Paris St-Germain um vængmanninn Moussa Diaby (23) hjá Bayer Leverkusen. Þýska félagið vill fá að minnsta kosti 60 milljónir evra fyrir franska landsliðsmanninn. (Bild)

Arsenal skoðaði Diaby í janúar og gæti gert tilboð í sumar. (Standard)

Bayern München vill halda portúgalska vakverðinum Joao Cancelo (28) sem er á láni frá Manchester City. Arsenal og Barcelona hafa einnig áhuga. (90min)

Brentford vill 40 milljónir punda fyrir spænska markvörðinn eftirsótta David Raya (27). (Sky Sports)

Everton hefur mikinn áhuga á ganverska varnarmanninum Mohammed Salisu (24) hjá Southampton. (Football Insider)

Nottingham Forest mun hafna tilboðum í Brennan Johnson (21) ef liðið heldur sér uppi á þessu tímabili. Aston Villa og Newcastle eru meðal félaga sem hafa áhuga á velska framherjanum. (Football Transfers)

Norwich City ætlar að fá enska sóknarmanninn Ashley Barnes (33) þegar samningur hans við Burnley rennur út í sumar. (Football Insider)

Enski varnarmaðurinn Dujon Sterling (23) hjá Chelsea mun líklega ganga í raðir Rangers í Skotlandi á frjálsri sölu á komandi vikum. (Standard)
Athugasemdir
banner
banner