Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 12. maí 2023 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moyes: Plönin fyrir næsta tímabil verða að bíða
Moyes og Dec.
Moyes og Dec.
Mynd: EPA
West Ham mætir Brentford í ensku úrvasldeildinni á sunnudag. West Ham getur ennþá tölfræðilega fallið en líkurnar á því eru ekki miklar. West Hamm vann sigur gegn AZ Alkmaar, 2-1, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar.

David Moyes, stjóri West Ham, segir möguleika á því að einhverjar breytingar verði á byrjunarliðinu, mikilvægt sé að tryggja sætið í deildinni. Hann var á fréttamannafundi í dag spurður út í næsta tímabil.

„Plönin fyrir næsta tímabil verða að bíða. Þau myndu algjörlega fara í vaskinn ef liðið fellur. Mikill hluti þeirra mun hefjast um leið og sætið er tryggt. Auðvitað höfum við fylgst með mörgum leikjum og skoðað í kringum en einbeitingin er á að halda sætinu í deildinni."

Declan Rice, fyrirliði West Ham, er orðaður við önnur félög.

„Ég vona að við gerum ekki jafnmargar breytingar og í fyrra, tókum inn fleiri en kannski er ákjósanlegt. Ég sé miklu frekar smá breytingar hér og þar frekar en stórvægilegar breytingar."

„Við að sjálfsögðu vonum að Declan Rice verði áfram, það er það stærsta hjá okkur varðandi plönin. Við myndum elska að hann yrði áfram leikmaður West Ham, en við erum meðvitaðir að það er góður möguleiki á því að það verði ekki staðan. Planið er að hann verði áfram hér en erum meðvitaðir um að hann mögulega verði ekki áfram,"
sagði Moyes.

Fjallað hefur verið um að West Ham vilji 100 milljónir punda, og jafnvel meira, fyrir fyrirliðann sinn. Með sigri gegn Brentford tryggir West Ham sæti sitt í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner