Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 12. maí 2023 17:39
Ívan Guðjón Baldursson
Nagelsmann tekur ekki við Tottenham
Mynd: EPA

Julian Nagelsmann mun ekki taka við Tottenham í sumar samkvæmt heimildarmönnum Sky Sports.


Þrátt fyrir að bera mikla virðingu fyrir Nagelsmann þá telja stjórnendur Tottenham að hann sé ekki rétti maðurinn til að taka við félaginu á þessum tímapunkti. Fleiri viðræður munu ekki eiga sér stað.

Nagelsmann hefur verið atvinnulaus síðan hann var skyndilega rekinn frá FC Bayern í lok mars. Tottenham og Chelsea sýndu honum áhuga en talið er að Real Madrid og PSG gætu einnig verið áhugasöm í sumar.

Tottenham heldur áfram í sinni stjóraleit þar sem Ryan Mason, núverandi bráðabirgðastjóri Tottenham, er með í kapphlaupinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner