Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. maí 2023 07:30
Hafliði Breiðfjörð
Nánast frágengið að Bielsa taki við landsliði Úrúgvæ
Bielsa er á leið til Úrúgvæ til að skrifa undir samning.
Bielsa er á leið til Úrúgvæ til að skrifa undir samning.
Mynd: Getty Images

Marcelo Bielsa fyrrverandi knattspyrnustjóri Leeds hefur náð samkomulagi um að verða næsti þjálfari úrúgvæska landsliðsins en aðeins á eftir að skrifa undir samninginn.


Þetta staðfesti Jorge Casales stjórnarmaður í knattspyrnusambandi Úrúgvæ í gær í samtali við AP f´rettastofuna. Bielsa mun skrifa undir samning sem gildir úr HM 2026.

„Það eina sem á eftir að klára er undirskriftin," sagði Casales um nýja samninginn. Bielsa sem er 67 ára gamall kemur til Montevideo á næstu dögum og klárar málin.

Fyrsti leikur hans sem þjálfara landsliðsins verður í júní þegar Úrúgvæ spilar vináttuleiki við Nígaragúa og Kúbu. Næstu keppnisleikir eru svo í september.

Bielsa þjálfaði argentíska landsliðið frá 1998-2004. Undir hans stjórn féll liðið úr keppni í riðlakeppninni á HM 2002 en vann svo gull á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Hann þjálfaði síðar Síle frá 2007 - 2011. Hann hefur einnig þjálfað ýmis félagslið önnur en Leeds. Espanol, Athletic Bilbao, Marseille og Lille eru þar á meðal.


Athugasemdir
banner