Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. maí 2023 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ten Hag: Framtíð Amad Diallo er hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, sér fyrir sér að Amad Diallo eigi sér framtíð hjá Manchester United. Fílbeinski kantmaðurinn er á láni hjá Sunderland sem er á leið í umspilið í Championship deildinni.

Amad hefur skorað þrettán mörk í vetur og hefur hjálpað liðinu mikið í sinni velgengni. Sunderland spilar á móti Luton á morgun í undanúrslitum umspilsins.

„Já, auðvitað. Við lánum í burtu svona leikmenn til að láta þá þróast og taka næstu skref og fá þá svo aftur til baka. Það er markmiðið með lánssamningi."

„Við kennum þeim og ráðleggjum þeim, fylgjumst með þeim, erum í samskiptum allt tímabilið, sérstaklega Darren Fletcher sem ver miklum tíma í slík ferli. Markmiðið er að fá leikmennina betri og með reynslu,"
sagði Ten Hag.

Amad verður 21 árs í júlí. Hann var keyptur til Man Utd frá Atalanta haustið 2020 og gekk í raðir félagsins í janúar 2021.
Athugasemdir
banner
banner