fös 12. maí 2023 15:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Thomas Frank: Kostar 40 milljónir punda eða meira
Mynd: EPA
Thomas Frank, stjóri Brentford, gekk svo langt að segja að David Raya, spænski markvörður liðsins, sé virði 40 milljóna punda eða meira.

Frank er meðvitaður um að Raya geti yfirgefið félagið eftir tímabilið. Spánverjinn hefur hafnað nýju samningstilboði og núgildandi samningur rennur út sumarið 2024.

„Á því liggur enginn vafi að hann á eitt ár eftir af samningi sínum, við munum sjá til hvað gerist. Við erum ánægðir að hafa David hér," sagði Frank á fréttamannafundi í dag.

„Allir vita að verðmiðinn er 40 milljónir punda plús ef einhver hefur áhuga og við erum undirbúnir fyrir slíkt eins og í öðrum stöðum."

„Það er möguleiki á því að hann fari í sumar, fyrir rétta upphæð, ef það geriost þá auðvitað verðum við að vera undirbúnir."


Raya er 27 ára og hefur verið hjá Brentford í fjögur ár. Hann er fæddur í Barcelona en kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Blackburn á Englandi. Hann á að baki tvo landsleiki fyrir Spán.
Athugasemdir
banner
banner
banner