Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. maí 2023 09:00
Elvar Geir Magnússon
UEFA mun ekki færa úrslitaleikinn á stærri leikvang
Höfuðstöðvar UEFA í Nyon.
Höfuðstöðvar UEFA í Nyon.
Mynd: EPA
UEFA útilokar að færa úrslitaleik Sambandsdeildarinnar en hann mun fara fram á 20 þúsund manna leikvangi í Prag í Tékklandi, Fortuna Arena. Félögin sem komast í úrslit munu fá 5 þúsund miða hvort fyrir stuðningsmenn sína.

Sambandsdeildin hefur reynst vinsæl og stór félög komist langt í keppninni. Frá og með næsta tímabili tekur í gildi reglugerðarbreyting og þá verður leikvangurinn sem hýsir úrslitaleikinn að taka að lágmarki 30 þúsund áhorfendur.

West Ham vann 2-1 gegn AZ Alkmaar í fyrri undanúrslitaleik liðanna í gær en enska liðið hefur ekki komist í úrslitaleik í Evrópu síðan 1976 og ekki unnið stóran titil síðan 1980.

Fiorentina, sem tapaði óvænt 1-2 í fyrri leiknum gegn Basel frá Sviss í gær, hefur ekki komist í úrslitaleik í Evrópu síðan 1961. Hvorki AZ Alkmaar né Basel hafa unnið Evrópukeppni.

Sambandsdeildin fór í fyrsta sinn fram á síðasta tímabili og Roma vann keppnina.
Athugasemdir
banner
banner