
Leiknir R. fékk Selfoss í heimsókn fyrr í kvöld, leikar enduðu 2-3 gestunum í vil, Vigfús Arnar þjálfari Leiknis mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 3 Selfoss
Þetta var hundlélegur leikur að okkar hálfu. Við misstum aðeins tökin á leiknum, gefum slysalegt mark. Svo restin af fyrri hálfleiknum var bara hræðileg. Við ætluðum að stíga á þá af krafti í seinni hálfleik en fáum strax á okkur annað mark og setti það tóninn.
Leiknir R. sóttu mikið á Selfoss undir lok leiks en náðu ekki að koma boltanum inn.
Við náðum fullt af fyrirgjöfum en það vantaði meiri vigt í teiginn. Menn verða að mæta fyrirgjöfunum eða bara skjóta á markið þegar þeir hafa tækifæri til.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir