Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. maí 2023 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Witsel leggur landsliðsskóna á hilluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Belgíski miðjumaðurinn Axel Witsel hefur lagt landsliðsskóna á hilluna eftir 130 leiki á fimmtán ára ferli.


Witsel er 34 ára gamall og var partur af liðinu sem hreppti bronsverðlaun á HM 2018 í Rússlandi, auk þess að byrja alla leiki liðsins á HM 2022 í Katar þar sem Belgía var óvænt slegið út í riðlakeppninni.

Witsel er leikmaður Atletico Madrid í dag eftir að hafa verið hjá Borussia Dortmund frá 2018 til 2022.

„Ég er gríðarlega stoltur að hafa spilað fyrir landið mitt síðustu 15 ár en núna er mikilvægt fyrir mig að einbeita mér að fjölskyldulífinu og félagsliðinu," skrifaði Witsel á Instagram.

Toby Alderweireld og Eden Hazard, samlandar Witsel, hafa einnig lagt landsliðsskóna á hilluna að undanförnu.


Athugasemdir
banner